Slagur í sandkassa.

Hörmulegt er að sjá til hinna háu herra á þingi slást um það hverjum beri heiðurinn af frumvörpum þeim sem verið er að leggja fram eftir langan tíma á meðan heimilinum og fyrirtækjunum blæðir.

Ráðstafanir sem allir sjá að eru löngu tímabærar og fráfarandi ríkisstjórn hafði ekki döngun í sér til að koma í verk, hverju sem um er að kenna.

Skammist ykkar og komið ykkur nú saman um að afgreiða strax mál sem gætu komið í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimila og fyrirtækja nóg er nú samt. 

Þetta er eins og stórslys þar sem þrír sjúkrabílar mæta og menn fara að slást um hver á að bjarga hinum slösuðu á meðan blæðir þeim út.

Hvergir bólar á upplýsingum um hvernig vinna skal bug á atvinnuleysinu annaðhvort hafa fjölmiðlar miklu meiri áhuga á að upplýsa okkur um misvísandi umsagnir stjórnarherranna um hin einstöku mál, hverjir séu á móti álverum og hverjir með ,hverjir á móti hvalveiðum og hverjir með, halló þessi stjórn situr bara í 80 daga og á ekki að móta neina langtímastefnu yfirleitt. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband