Framboð

Þá er teningnum kastað, þegar ég kom heim frá Frankfurt á fimmtudaginn var var hringt í mig og ég hvött til að gefa kost á mér í póstkosningu til framboðslista Framsóknarflokksins á Suðurlandi .

Fram að því hafði ég ekki leitt hugann að því að þessar kosningar hefðu neitt með mig að gera persónulega en hafði fylgst með og fannst þessi aðferð póstkosning fremur geðfelld leið, stutt snörp barátta sem skilur kannske ekki eftir mikil sár og leiðindi sem löngum og ströngum prófkjörum hættir til að gera svo maður tali ekki um kostnaðinn.

Hef svo sem reynslu bæði af uppstillingum og prófkjörum til sveitastjórnarkosninga og alþingiskosninga.

Bæjarstjórnarkosningarnar 1978 í Hafnarfirði þar var uppstilling og ég í 3 sæti .

Alþingiskosningarnar 1983 hart prófkjör,kosnaðarsamt og erfitt og við misstum eina þingmanninn sem við höfðum haft og ég í 4 sæti, þó sá árangur að við sáum þá í fyrsta sinn 2 karla og 2 konur í fyrstu fjórum sætunum.

Næstu alþingiskosningar þar á eftir færði Steingrímur Hermannsson þáverandi formaður flokksins sig frá Vestfjörðum til Reykjaneskjördæmis til að bjarga málum og við fengum 2 menn inn.

Prófkjörið þá var mjög hart og að minu mati ósanngjarnt en svona eru prófkjör þau eru í raun strákaleikur sem henta þeim betur en konum en hvað um það ef þú tekur þátt í leiknum þá verður þú að sætta þig við reglurnar.

Bæjarstjórnarkosningarnar 1990 í Kópavogi prófkjör meðal flokksmanna í Kópavogi.

Við Sigurður Geirdal í fyrstu 2 sætunum , frábærlega skemmtileg kosningabarátta,ég var þá

formaður íbúasamtaka Engihjalla þar sem bjuggu jafnmargir og í Borgarnesi.

Nýr meirihluti myndaður með Sjálfstæðisflokki sem stendur enn eftir mesta uppbyggingartímabil sögunnar í Kópavogi.

Var formaður Félagsmálaráðs, í stjórn lista og menningarráðs , öldrunarráðs og vinabæjarnefndar .

Við fengum jafn marga í nefndum og Sjálfstæðismenn og jafn marga á meirihlutafundum.

Fannst þegar þarna var komið sögu,nóg komið af sjálfboðavinnu fyrir flokkinn minn og sneri mér alfarið að uppbyggingu fyrirtækja sem ég stofnað auk þess að snúa aftur að námi sem varð endasleppt hjá mér eins og fleirum konum af minni kynslóð vegna barneigna og uppeldisstarfa sem

var alfarið á okkar höndum á þeim tíma. En ég hef verið þeirra gæfu aðnjótandi að eignast 6 börn og þar að auki 3 stjúpbörn ásamt því að við hjónin en maðurinn minn heitir Bergþór G Úlfarsson eigum samtals 20 barnabörn. Þar að auki strykjum við 2 börn í Nairobi í Kenya sem við greiðum fyrir mat og námskostnað en það áhugamál okkar er að byggja upp skóla fyrir munaðarlaus börn www.byflugur.blog.is.

 

Að loknu námi í Flensborgarskóla þar sem ég lauk lands og gagnfræðaprófi  hóf ég  eftir nokkurt hlé nám í snyrtifræði og lauk því árið 1970.

Þar sem ég var kosin í sveinsprófsnefnd fyrir snyrtifræðinga en ég sat í stjórn Félags íslenskra snyrtifræðinga og var framkvæmdastjóri þeirra samtaka á þeim tíma þegar við börðumst fyrir því að fá löggildingu á starfstéttina fannst mér ég þurfa að bæta við mig námi og settist á skólabekk á ný í Fjölbrautarskóla Breiðholts og þar tók við Menntaskólinn í Hamrahlíð auðvitað allt í kvöldskóla með fullu starfi ásamt uppeldis og heimilsstörfum .

Þá tók við Brautargengi sem er nám fyrir konur í eigin rekstri sem stóð í 2 ár en ég var í fyrsta hópnum sem útskrifaðist.

Þar næst opnaðist frábær möguleiki sem var Stjórnendaskólinn í Háskólanum í Reykjavík en þar er endalaust hægt að bæta við þekkingu í rekstri og hverju því sem maður er að fást við. Búin að ljúka nokkrum námskeiðum þar og á fleiri eftir.

Fyrsta fyrirtækið mitt stofnaði ég þegar ég bjó á Húsavík og opnaði þar snyrtistofu sem ég seldi þegar ég flutti þaðan og hún lifir enn.

Þar næst tók við Heildverslunin Ison sem enn í dag starfar en hún var seld 1989 .

Heildverslunin Inga sem núna heitir heildverslunin Óm og blómstar.

Prófaði líka útflutning en stofnaði ásamt syni mínum Atlantsfisk ehf sem flutti út fisk .

Heildverslunin Hjölur var svo stofnuð 1997 en ég sit þar í stjórn sem meðeigandi eftir að hafa selt meirihlutann í fyrirtækinu haustið 2007.

Sama á við um Snyrtiakademíuna sem rekur 4 skóla á snyrti og heilbrigðissviði.

Snyrtiskólann sem er einkarekinn skóli á framhaldsskólastigi og Fótaaðgerðaskóli Íslands sem á sama hátt er á framhaldsskólastigi báðir reknir samkvæmt námsskrá frá Menntamálaráðuneytinu og

fá nemendur námslán frá LÍN.

Naglaskóli Professionails og Förðunarskólinn sem eru reknir í námsskeiðsformi.

Starfaði sem Framkvæmdastjóri Landssambands framsóknarkvenna og Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi um það leiti sem framsóknarkonur börðust hvað harðast fyrir stöðu sinni í flokknum sem þykir sjálfsagt hálfgerður brandari í dag miðað við hve jafnrétti kynjanna þykir sjálfsagt í okkar ágæta flokki en þetta fékkst ekki baráttulaust. Kenndi fundarsköp og ræðumennsku í 2 vetur vítt og breytt um landið bæði á vegum landssambandsins og Sambands sunnlenskra kvenna.

Núna starfa ég sem verkefnisstóri hjá Matarklasa Suðurlands og Vestmannaeyja en við erum studd af Vaxtarsamningi Suðurlands.

Ásamt því að vera framkvæmdastjóri í nýstofnuðu félagi Bjarkarhóll ehf sem mun annast innflutning á vörum fyrir bændamarkaði sem fyrirhugað er að halda á Suðurlandi.

Að lokum þetta.

Framsóknarflokkurinn er í mínum huga eins og stórfjölskylda manns, manni geðjast ekki alltaf að öllu sem hún gerir en maður elskar hana eins og hún er og að tilheyra þessari fjölskyldu eru forréttindi. Þegar maður upplifir atburði eins og síðasta flokksþing þar sem verður þvílík endurnýjun á svo sjálfbæran hátt að það minnir mann á vorið þegar allt endurnýjar sig þá langar mann að leggja hönd á plóg og draga vagninn með fjölskyldunni .

Til þess gef ég kost á mér í þetta framboð.

 

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband